top of page

Fyrstu fimm árin var fjölskylda Sigríðar búsett í Kópavogi og foreldrar hennar byggðu hús á þessum tíma í Hvannhólma. Föðuramma og afi, Sigríður Karlsdóttir verslunarkona og Einar Péturson húsasmíðameistari, ráku Siggubúð (Björk) á Álfhólsvegi 44 og er Sigríður afar heppin að eiga fjölmargar góðar minningar frá samverustundum með þeim. Móðuramma  hennar og afi, Gunnvör Braga útvarpskona og Björn Einarsson verkfræðingur, bjuggu litlu lengra á Meltröð 8 en þangað var skroppið reglulega í heimsókn. Foreldrar hennar voru bæði útivinnandi, móðir hennar Arndís Björnsdóttir var íþróttakennari í Kópavogi og ósjaldan sem hún fékk að fljóta með í íþróttasalinn (eða áhaldageymsluna) enda barnapössun af skornum skammti og í öðru formi en í dag.

 

„Ég hef skólagöngu ári fyrr en jafnaldrar enda burðug og tilbúin. Faðir minn Pétur Einarsson var lögfræðingur að mennt og tekur við embætti flugmálastjóra þegar ég er 9 ára en við flytjum í vesturbæ Reykjavíkur þegar ég er um það bil 5 ára. Foreldrar mínir slitu samvistum þegar ég er 10 ára,“ segir Sigríður sem er svo heppin að eiga sjö systkini í eftirfarandi aldursröð; Þórunn Wolfram (samfeðra, móðir Anna Wolfram), Signý Yrsa, Einar, Arndís (alsystkin) og systurnar Sigríður Theodóra & Jóhanna Vigdís (báðar samfeðra, móðir Ragnhildur Hjaltadóttir). 


Sigríður var eitt ár í Vesturbæjarskóla en gekk annars í Melaskóla, Hagaskóla & MR. Æskuvinkonurnar voru innan seilingar í hverfinu ofan Hringbrautar þar sem skólinn var langt frá og heimahverfið í raun annar heimur en skólaumhverfið þar sem fá tengsl mynduðust og einelti viðhafðist að sögn Sigríðar. Hún stundaði fimleika í KR um árabil, ballet hjá Sigríði Ármann og í Listdansskóla Íslands, frjálsar íþróttir á sumrin en þó aldrei neinar boltaíþróttir. „Ég byrja að vinna 8 ára við blaðadreifingu - þráðbað móður mína um að fá að bera út blöð og fékk því framgengt. Allir morgnar hófust snemma í alls kyns veðrum og ekkert fékk mig stöðvað“, bætir Sigríður við og segir að því hafi verið fleygt fram að það hafi verið hagnaður af hennar uppeldi, enda verið fjárhagslega sjálfstæð frá fyrstu tíð.

Bernskan

0-10 ára

Eftir menntaskóla sem ég klára 19 ára fer ég 2 ár til Frakklands, annars vegar til Perpignan og hins vegar til Grenoble. Hvoru tveggja var til að undirbúa frönskupróf, DELF & DALF, til að geta átt þess kost að fara í háskólanám í Frakklandi. Allt mitt sparifé fór í þessi tvö ár ásamt því að foreldrar mínir veittu mér ómetanlega fjárhagsaðstoð. Ég stenst umrædd frönskupróf en lendi í því seinna árið um vorið að botnlanginn springur og lífshættuleg lífhimnubólga storkar örlögunum, á afskekktum stað á Sardiníu á Ítalíu. Svo fer að faðir minn sækir mig og flýgur með mig heim til Íslands vorið 1996 og bjargar þannig lífi mínu. Ég hitti manninn minn sumarið sem ég kem heim og við vorum vinir í nokkra mánuði áður en Amor skaut örvum í hjartastað og skaut svo fast að við höfum verið saman flesta daga síðan. Teningunum er kastað.


Atvinnuskortur hefur aldrei hrjáð mig – ég er dugleg að sækja mér vinnu og á þessu tímabili sinni ég margoft mörgum störfum í einu – dagvinnu, eftirvinnu, kvöldvinnu – eins og algengt er þegar verið er að koma undir sig fótunum – framreiðslustörfum, ræstingum, hótelstörfum... …allt telur til tekna og skiptir máli. Ég er metin inn í frönskudeildina í Háskóla Íslands og klára B.A. próf í frönsku með glæsibrag og reyni við læknisfræði nokkrum sinnum sem og lífefna-/efnafræði við Háskóla Íslands. Svo ferð þó að ég enda í viðskiptafræðideild og klára grunnnám þaðan og tek í beinu framhaldi M.Sc. í stjórnun og stefnumótun við viðskiptafræðideild. Þá koma börnin undir og nýtt tímabil hefst. 

Ung kona

21-30 ára

Það kom berlega í ljós eftir grunnskóla, að hún hóf skólagöngu ári á undan jafnöldrum mínum. „Þegar ég mætti í 3. bekk í MR var ég einungis 15 ára gömul með 16 ára unglingum og örfáum 17 ára nemendum sem höfðu fallið og voru þar að auki komnir með bílpróf - það er afar stórt bil á milli 15 ára og 17 ára,“ segir Sigríður. Uppeldi foreldra hennar var ástríkt en með sterkum römmum, Sigríður fékk leyfi til að fara á innanskólarböll og var keyrð og sótt hverju sinni. Hún sinnti blaðaútburði alla grunnskólagönguna og vann öll menntaskólaárin við þjálfun fimleika & framreiðslustörf. 16 ára fór hún í sumarskóla til Nice að læra frönsku sem Sigríður segir hafa verið dásamlega næringu fyrir áhuga hennar á franskri tungu og menningu. 


Mótunarárin voru henni notaleg og eignaðist hún yndislegar vinkonur í MR sem eru hluti af tengslaneti hennar í dag og um ókomna tíð. Einnig lánaðist henni að eiga kærasta síðustu tvö árin, en nám lá vel fyrir og mestur tími utan skóla fór í að vinna og safna fé. „Þegar ég fylgist með drengjunum mínum í dag sem eru 13 ára og 19 ára er ég fegin að engir samfélagsmiðlar voru til á þessum tíma. Samúð mín er með ungu fólki vegna endalauss gagnaáreitis með misjafnan tilgang. Það er alveg nógu flókið að vera að mótast og þroskast þó ímynduðum samfélagsspeglum sé ekki bætt við,“ segir Sigríður.

Áratugurinn var henni yfirhöfuð góður og er Sigríður þakklát fyrir leiðsögn og uppeldi foreldra minna. „Það var og er vel yfir mér vakað,“ bætir hún við.

Mótunarár

11-20 ára

FRÁ BERNSKU

TIL DAGSINS Í DAG

Sigríður kláraði menntaskóla 19 ára og fór þá í tvö ár til Frakklands, annars vegar til Perpignan og hins vegar til Grenoble. Hvoru tveggja var til að undirbúa frönskupróf, DELF & DALF, til að geta átt þess kost að fara í háskólanám í Frakklandi. Allt hennar sparifé fór í þessi tvö ár ásamt því að foreldrar hennar veittu henni ómetanlega fjárhagsaðstoð. „Ég stenst umrædd frönskupróf en lendi í því seinna árið um vorið að botnlanginn springur og lífshættuleg lífhimnubólga storkar örlögunum, á afskekktum stað á Sardiníu á Ítalíu. Svo fer að faðir minn sækir mig og flýgur með mig heim til Íslands vorið 1996 og bjargar þannig lífi mínu,“ segir hún. Sigríður hitti manninn sinn sumarið sem hún kom heim og voru þau vinir í nokkra mánuði áður en Amor skaut örvum í hjartastað og skaut svo fast að þau hafa verið saman flesta daga síðan. Teningunum var kastað.


Atvinnuskortur hefur aldrei hrjáð hana, „ég er dugleg að sækja mér vinnu og á þessu tímabili sinni ég margoft mörgum störfum í einu – dagvinnu, eftirvinnu, kvöldvinnu – eins og algengt er þegar verið er að koma undir sig fótunum – framreiðslustörfum, ræstingum, hótelstörfum... …allt telur til tekna og skiptir máli,“ segir hún. Sigríður er metin inn í frönskudeildina í Háskóla Íslands og klárar B.A. próf í frönsku með glæsibrag og þar sem hjartað kallaði á raunvísindi reyndi hún við læknisfræði sem og lífefna-/efnafræði við Háskóla Íslands. Svo fór að Sigríður endaði þó í viðskiptafræðideild og klárar grunnnám þaðan og í beinu framhaldi M.Sc. í stjórnun og stefnumótun við viðskiptafræðideild. Þá koma börnin undir og nýtt tímabil hefst.

Ung kona

21-30 ára

Eftir menntaskóla sem ég klára 19 ára fer ég 2 ár til Frakklands, annars vegar til Perpignan og hins vegar til Grenoble. Hvoru tveggja var til að undirbúa frönskupróf, DELF & DALF, til að geta átt þess kost að fara í háskólanám í Frakklandi. Allt mitt sparifé fór í þessi tvö ár ásamt því að foreldrar mínir veittu mér ómetanlega fjárhagsaðstoð. Ég stenst umrædd frönskupróf en lendi í því seinna árið um vorið að botnlanginn springur og lífshættuleg lífhimnubólga storkar örlögunum, á afskekktum stað á Sardiníu á Ítalíu. Svo fer að faðir minn sækir mig og flýgur með mig heim til Íslands vorið 1996 og bjargar þannig lífi mínu. Ég hitti manninn minn sumarið sem ég kem heim og við vorum vinir í nokkra mánuði áður en Amor skaut örvum í hjartastað og skaut svo fast að við höfum verið saman flesta daga síðan. Teningunum er kastað.


Atvinnuskortur hefur aldrei hrjáð mig – ég er dugleg að sækja mér vinnu og á þessu tímabili sinni ég margoft mörgum störfum í einu – dagvinnu, eftirvinnu, kvöldvinnu – eins og algengt er þegar verið er að koma undir sig fótunum – framreiðslustörfum, ræstingum, hótelstörfum... …allt telur til tekna og skiptir máli. Ég er metin inn í frönskudeildina í Háskóla Íslands og klára B.A. próf í frönsku með glæsibrag og reyni við læknisfræði nokkrum sinnum sem og lífefna-/efnafræði við Háskóla Íslands. Svo ferð þó að ég enda í viðskiptafræðideild og klára grunnnám þaðan og tek í beinu framhaldi M.Sc. í stjórnun og stefnumótun við viðskiptafræðideild. Þá koma börnin undir og nýtt tímabil hefst. 

Ung kona

21-30 ára

Eiginmaður Sigríðar er Baldur Ingvarsson, húsasmíðameistari alinn upp á Akureyri. „Hann er yndisdrengur sem elskar þrennt, mig, fjölskylduna og að hafa nóg fyrir stafni,“ segir Sigríður. Þau giftu sig þann 12. júlí 2003 og eftir þrautagöngu ófrjósemi lánast þeim tvíburar með aðstoð glasafrjóvgunar. Áratugurinn á milli þrítugs og fertugs fer í barneignir, óheyrilega mikla vinnu og tilheyrandi umstang að hennar sögn. Þau eiga börnin Kolbein Sturlu & Starkað Snorra (2004), Styrmi Snæ (2010) og Snæfríði Ísold (2014). Allar meðgöngurnar voru erfiðar að sögn Sigríðar sem segir þær hafa fært þeim fæðingarþunglyndi sem þýddi að rúm átta ár af tíu árum fóru í veikindi og viðbrögð við þeim.

 

Styrmir Snær og Snæfríður Ísold koma náttúrulega undir og eru bæði fædd heima. Gaman er að geta þess að Baldur er ljósfaðir, en hann tók á móti Styrmi Snæ þar sem ljósmæður voru ekki mættar og barnið var að flýta sér. Þau voru heilsuhraust fyrir meðgöngur og eftir að meðgöngum lauk, en tímabil barneigna reyndist þungt þungt í vöfum. Foreldrar Baldurs og systir eru fallin frá og afar skiljanlegt að samhugur og samstaða hefur einkennt líf þeirra Baldurs og Sigríðar með börnin í fyrsta sæti, dýrmætust eðalsteina. 


„Við hjónin áttum nokkur yndislega ár í Danmörku með tvíburana litla, fórum út þegar þeir eru 6 mánaða gamlir og komum heim þegar þeir eru 2 ára. Ég kláraði M.Sc. í stjórnun og stefnumótun með skiptiári við CBS – Copenhagen Business School – í Danmörku og Baldur nam undirbúning til verkfræðináms. Áður en við fórum seldum við allt sem við áttum og fluttum út með börn og búslóð. Við ætluðum ekkert endilega að koma aftur – alla vega klára námið og sjá til,“ segir Sigríður og bætir við „svo fór að við komum heim rétt fyrir hrun og hófum hlaupið fyrir lífsgæðum hérlendis með tvær hendur tómar. Hrunið 2008 hafði eðlilega mikil áhrif á okkur sem fjölskyldu og það var naumt lifað, stundum aðeins ég sem var fyrirvinna með fastar tekjur en sem fyrr telst allt til tekna. Baldur fór nokkrum sinnum til Noregs að leita atvinnutækifæra en örlögin höguðu því svo að síminn byrjaði að hringja seint um vorið 2009 og hefur ekki linnt að ráði síðan.“


Ári eftir að Styrmir Snær fæðist 2010 ákveður Sigríður Hrund að hætta sem launþegi og verða sjálfstætt starfandi. Hún fór í MBA nám í HR og var þessi tilverublanda þykkfljótandi og seig að eigin sögn. Með lítið barn, 6 ára tvíbura og mikla vinnu hjá þeim báðum hafðist þetta þó. Áratugurinn einkenndist af mikilli vinnu segir hún en bætir við að þar sem þau hafi verið í eigin rekstri hafi sveigjanleikinn verið meira og skrifstofan, vinnutíminn og heimilið umlykjandi. „Innst inni var ákvörðun komin um að sinna mér, efla & styrkja – enda mamman miðjan og ef hún er ekki í lagi þá er margt sem aflaga fer,“ segir Sigríður.

Börnin

31-40 ára

Þegar Snæfríður Ísold hóf skólagöngu 5 ára aðskildu þau hjónin skrifstofu og heimili þar sem þeim lánaðist að festa kaup á atvinnuhúsnæði með möguleika á skrifstofurými. Sigríður tók enn fremur ákvörðun um að fjárfesta í sjálfri sér eftir að hafa sinnt barnauppeldi í rúman áratug. „Samfélagsleg tíund hefur ávallt einkennt mína vegferð og ég hef tekið virkan þátt sem sjálfboðaliði eiginlega alls staðar þar sem mig ber niður. Í íþróttastarfi barna, skólastarfi, kirkjunni, æskulýðsstarfi o.s.frv. Á aðalfundi FKA – Félags kvenna í atvinnulífinu - árið 2019 hafði ég ákveðið að taka loksins virkan þátt loksins í félagsstarfinu og boðið mig fram í viðskiptanefnd en bauð mig síðan fram til stjórnar á fundinum sjálfum með afbragðsárangri. Ég var atkvæðahæst inn í stjórn og algerlega óþekkt innan félagsins“. Framboðsræðan var að sögn Sigríðar samin á fundinum sjálfum á meðan hún hlustaði á aðrar framboðsræður og innihélt þrenn aðalatriði sem komust vel til skila.


Heimsfaraldur Kóvíð varð þess valdandi að í ársbyrjun 2021 sagði Sigríður sig frá stjórnarstörfum í FKA, og hlúði að fjölskyldu sinni og rekstri. Sjálfboðaliðastörfin voru eðlilega fyrst til að verða út undan og reyndist sú ákvörðun þungbær enda stór hluti af hennar eðli að þjóna. Forgangsröðun er fyrirmynd. Litlu síðar varð ljóst að þáverandi stjórnarformaður FKA myndi ekki bjóða sig fram aftur og var hún hvött til að bjóða sig fram til stjórnarformanns.  Eftir góða umhugsun ákvað hún að bjóða sig fram til þjónustu fyrir félagið. Af hverju? Jú af því að ef hún gæti það, fjögurra barna móðir í margþættum rekstri með enga reynslu af því að koma fram í fjölmiðlum eða á opinberum vettvangi, þá gætum það allar konur. „Ég fór fyrir okkur, fyrir samfélagið.“


„Lærdómurinn var margfaldur og þakklæti fyllir hjarta mitt fyrir þennan sprett. Það var mikil áskorun og langt út fyrir mína tilveru að sinna þessu ólaunaða margþætta þjónandi hlutverki ofan á öll mín daglegu störf & hlutverk. Veturinn 2023-24 sat ég aftast í alþjóðanefnd FKA og er þar kölluð „Leiðagreiðari“ þar sem ég vil engin hlaðin hlutverk, aðeins að þjóna og liðka fyrir, að lyfta konum upp og áfram linnulaust.“


Núverandi vetur sinnir Sigríður með mikilli gleði stjórnarsetu hjá félagi háskólakvenna sem varakona. En annað samfélag kvenna sem hefur kennt og sýnt henni mátt samstöðu kvenna er BPW, Business Professional Women, sem er alþjóðleg hreyfing kvenna í atvinnulífi. „Þar hef ég fundið linnulausa hvatningu og stuðning. BPW konur hafa boðið mér að sitja fremst, kynnast konum sem hafa rutt brautir, tala á ráðstefnum, tala hjá Sameinuðu þjóðunum og það er engu líkt að vera umvafin samstöðu kvenna. Engu líkt. Það er eins og að fara í lífsins hraðal. Enda trúi ég því að samstaða kvenna og með konum muni breyta og bjarga heiminum,“ segir Sigríður.


Hjarta hennar slær með Ísaksskóla, en þar hafa öll börn þeirra hjóna fengið að ganga í skóla. Hún gefur til baka til þess einstaka samfélags með því að leiðbeina í Vísindasmiðju Ísaksskóla en það er áhugasmiðja um vísindi fyrir 6 til 9 ára börn sem Sigríður stofnaði með drengjunum sínum og hefur rekið í 6 ár samfleytt. Það er hugsjón að baki því að sýna samfélagslega ábyrgð og leyfa því að endurspeglast í því sem man tekur sér fyrir hendur hverju sinni. „Þegar ég byggði upp Vinnupalla ehf., fyrirtæki sem við hjónin stofnuðum saman og ég rak í sjö ár, talaði það félag stanslaust inn í samtímann með því að minna á jafnrétti, fjölbreytni, ólík samfélagsgildi, hvað viðhorf skiptir miklu máli í áskorunum, mátt samvinnu og samstöðu svo fátt eitt sé nefnt. Vinnupallar studdu Hugmyndasmiði af stað á sínum fyrstu skrefum, en það er nýsköpunarverkefni þriggja kvenna sem fræðir börn um nýsköpun og frumkvöðlastarf (www.facebook.com/hugmyndasmidir). Lengi býr að fyrstu gerð og það er einlæg trú mín að hvatning og stuðningur frá fyrstu árum sé lykillinn að farsæld okkar sem samfélags,“ bætir hún við.


Það má því með sanni segja að þjónandi samfélagsleg forysta sé Sigríði Hrund eðlislæg og eðlilegur hluti tilverunnar.


Heilsan er alltaf fremst. Sigríður iðkar líkama, anda og sál og hefur farið margoft í detox hreinsanir síðastliðinn áratug og segir það lífsstíllinn sinn. Hún heldur sér hreinni í hugsun, orði og gjörðum sem best hún getur og iðkar alhliða æfingar sem styðja við og efla tilganginn. Þar ber að nefna meðal annars göngur, sund, tai chi, qi gong, flot, tónheilun, messuflakk, sjósund, styrktaræfingar með lóðum.„ Ég horfi hvorki né hlusta á ofbeldi þar sem ég trúi að ljósið eigi að vera í ofgnótt og gefa nægt rými fyrir kærleikann,“ útskýrir Sigríður og bætir við að ríkidæmi hennar, fjölskyldan, sé henni ávallt hjarta næst og dýrmætust eðalsteina.


„Kærleikurinn ríkir, náð og friður,“ segir Sigríður að lokum um þennan uppbyggingarkafla sögu sinnar.

Uppbygging

41 árs - dagsins í dag

Að rita eftirmæli sín er afar góður sálarspegill og stillir man af segir Sigríður og hefur eftir setningu sem lifir í frásögnum „ef ég næ þessu ekki á þessum áratug þá æfi ég mig bara betur á þeim næsta“.

 

„Lífið er vegferð og okkur er ekki ætlað að lifa því til hálfs, í skömm, langvinnri iðrun eða átökum. Það er við hæfi að létta reglulega á bakpokanum, ferðast létt, hollt og hafa gott viðhorf með í hvívetna. Viðhorf er vald og val er vald,“ segir Sigríður en hún ritaði einmitt pistil um bakpokann sem lesa má hér.


„Það eina sem ég er er fullviss um er að allir mínir dagar séu ritaðir og að ég þurfi aðeins að lifa þá. Njótum dýrmætra daga með frið í hjarta. Þannig fæst friður í heimi,“ segir Sigríður að lokum.

Framhaldið

Líf Sigríðar í áratugum

Áratugirnir

Sigríður hefur birt fjölda greina og farið í viðtöl

Viðtöl & greinar

Fjölbreyttur starfsferill & víðtækt nám

Starf & nám

bottom of page